Að Hausti
Tveimur jafnfljótumTiplar yfir sandinn
Landið suður lokkar
Tíminn hálfnaðurSömuleiðis vandinn
Andið svala okkar
Enginn þekkir tilGjörða eða göngu
Vona sinna valdur
Gömlu konunnarEndur fyrir löngu
Kona vindur kaldur
Skórinn GatslitinnSkörð eru í kápu
Lækir frosnir leka
Skemmir göngu meðSögum eða drápu
Flækir ísinn fleka
Reynslan ÆskuneRúði inn að skinni
Tapa laufin trjánum
Rífur gömul sárSlitrótt bernskuminni
Gapa klettar gjánum
Það var haust, við þögðumAllt vort traust, við á þig lögðumEndalaust en lítið sögðumÞað var haust, við þöðum
Ferðast einsömulFararskjótinn enginn
Gjánum klettar gapa
Félagsskapurinn allurÚr sér genginn
Trjánum laufin tapa
Kaldur vindurinnKlónum sínum sekkur
Fleka ísinn flækir
KrækiberjabláLækjarvatnið drekkur
Leka frosnir lækir
Liðið sumariðLækkar sól og dofnar
Kaldur vindur kona
Leggst þar undir steinÖrmagna og sofnar
Valdur sinna vona
Leikur andlitiðLjósrauð morgunglæta
Okkar svala andið
Líkt og BrynhildarGoðin hennar gæta
Lokkar suður-landið
Það var haust, við þögðumAllt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðumÞað var haust [2x], við þögðumÞað var haust, í sárum
Allt vort traust, við á þig bárumEndalaust en lítið sögðumÞað var haust [2x], við þögðumÞað var haust, í klettum
Allt vort traust, við á þig settumEndalaust en lítið sögðumÞað var haust [2x], við þögðum