Skálmöld "Múspell" Слова песни

Múspell

Kvika streymir og kraftar losna,klettar brenna.Barnið dreymir en taugar trosna,tárin renna.Bráðna steinar og bergið flýtur,brostnir draumar.Ljósið veinar og loginn hvitur,landið kraumar.

Bállid sem veldur bardögumbjarma á kveldið kastar.Surtur fer heldur hamförum,hér sefur eldur fastar.

Jötnar æða um jörð í molum.Jöklar gráta.Ísinn bræða á æstum kolum.Æpir hnáta.Móðir huggar þar mædda dóttur.Múspell fagnar.Dansa skuggar er dofnar þróttur.Dagur þagnar.

Þú deyrð í nótt!

Himinninn er hulinn sóti,hraunið rennur okkur móti.Svartnætti til allra átta,illt er myrkur Múspellsnátta.

Finnum hvernig fætur sviða,feigir eftir okkur biða.Saman munum lifið láta,lítil rödd er hætt að gráta.

Ryðst úr sprungum, gjám og gjótumgriðarbál í risafljótum.Loki gefur lausan tauminn,leikur sér striðan strauminn.

Liggjum við áu litlu skeri,lyftist glóðin nær.Sárt að hérna beinin beribarnung dóttir kær.

Loks ég finn að lítill skrokkurlætur eftir sitt.Hraunið breiðir yfir okkur,elsku barnið mitt.

Здесь можно найти слова песни Múspell Skálmöld. Или текст стиха Múspell. Skálmöld Múspell текст. Также может быть известно под названием Muspell (Skalmold) текст.