Skálmöld "Baldur" letra

Baldur

Minningin svíður, ég man þetta vel,missinn sem skóp hjá mér reiðina.Skaðræðislýður sem skreið yfir mel,skarinn minn fríður var dreginn um Hel.Óðni, sem bíður, nú ætt mína fel.

Víst var ég kvalinn og visinn og sljór,vitstola hljóp upp á heiðina.Hálf- var ég galinn er hefnda ég sór.Horfði á dalinn minn, kvaddi og fór,lamaður, kalinn en leiddur af Þór.

Há var heiðin,hungur og myrkur,en áfram arkaði.Löng var leiðin,lítill minn styrkur,er spor mín markaði.

Skepnan skorin.Skaðræðisópin,þá Hel loks hörfaði.Víst á vorinveinin og hrópinberast frá vörðu við Baldurs haug.

Aldrei mun skilja þann skaða sem hlaust,skelfingarópin og neyðina.Níðings- með vilja þú bein þeirra braust,börnin mín ylja mér ekki í haust.Sorgir vil hylja, á Tý legg mitt traust.

Ásgarður teymdi mig aftur til þín,örmagna glóp lýsti leiðina.Varginn mig dreymdi, þá válegu sýnvandlega geymdi hvar sól aldrei skín.Lævísin streymdi frá Loka til mín.

Brennheitt blóðiðbunaði niður,er Vör oss vitjaði.Hávært hljóðið,hryglur og kliðurer búkinn brytjaði.

Líkin lengilágu við steininn.Þá goðin grófu oss,dána drengi,dysjuðu beinin.

Og ég þekktist þrekiðþegar ég hélt af stað.Við hef ég tryggðum tekið,traustur ég ríð í hlað.

Þú komst særður og sár,sundrað var allt þrekið.Undir heiðninnar höndhefur fundið stað.Hamar Þórs og hans þrárÞrymur gat ei tekið.Þessi blóðslegnu böndbera skalt í hlað.

Víkingur á vorkvöldivaskur kallar Óðin.Hallar- opnast hliðin þá,herma þetta ljóðin.

Baldur heitir bóndinnsem bundinn er í ljóðin.

Loks er liðinnlöstur úr minni,nú birtast brautirnar.Finn ég friðinnfrelsa mitt sinni.Nú þagna þrautirnar.

Sláttur slaknar,Sleipnir mig vekur.Mér heilsar Heimdallur.Valhöll vaknar,við mér hún tekurog Goðheimur gjörvallur.

Hlaupum móti hetjum með skjöldinn,halir rísa aftur á kvöldin.Bölsýnin, ef berst hún um völdin,burtu skal flæmd.

Höldum því að Heiðrúnarveigum,hornin fyllum, lyftum og teygum.Sæhrímni til átu við eigum,engin trog tæmd.

Velkominn vertu.Velkominn víkingur.Velkominn víga valdur.Velkominn vin.

Hetja hefur beinin sín borið,Baldur horfir þó út í vorið.Látlaust fas og létt er hans sporið.Lést hann með sæmd.

Aquí se puede encontrar la letra de la canción Baldur de Skálmöld. O la letra del poema Baldur. Skálmöld Baldur texto.