Samaris "Tíbrá" lyrics

Sjái' eg stjarnanna sæg glita bláhimins geim,
yfir grænskóg í náttdaggar þey,
ó, hve langar mig þá upp í alsælu heim
á hins eilífa kærleikans ey.

Því við sólnanna dans, uppi' í himninum hátt,
giftir hana mér eilífðin löng,
sem hér niðri við jörð eg hef aldregi átt
nema í elskunnar draumum og söng.